Rúnar Þór Sigurgeirsson valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021
		Rúnar Þór Sigurgeirsson valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021	
	
			
					04. janúar 2022			
	
	Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrnumaður, var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021. Rúnar Þór hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki Keflavíkur í knattspyrnu undafarin ár. Hann var valinn í A-lið íslenska landsliðsins á árinu 2021, en hefur áður spilað með U-21. 
 Rúnar Þór er framúrskarandi leikmaður í knattspyrnu og er Suðurnesjabæ til mikils sóma. 
 Við óskum honum áframhaldandi velferðar.
Afhending viðurkenninga fór fram í Ráðhúsinu í Sandgerði þann 4. janúar.
Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir til íþróttamanns ársins og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur árið 2021;
- Birgir Þór Kristinsson, akstursíþróttir
 - Ástvaldur Ragnar Bjarnason, boccia
 - Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondo
 - Rúnar Gissurarsson, knattspyrna
 - Björn Aron Björnsson, knattspyrna
 
Suðurnesjabær óskar þessum frábæru íþróttamönnum innilega til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.
